Enski boltinn

Appiah búinn að finna sér félag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Appiah í leik með landsliði Gana.
Appiah í leik með landsliði Gana. Nordic Photos / Getty Images
Stephen Appiah, landsliðsfyrirliði Gana, er loksins búinn að finna sér nýtt félag en hann er nú genginn í raðir Bologna á Ítalíu.

Samningur Appiah við Fenerbahce á Tyrklandi rann út í sumar og hefur hann verið án félags síðan þá. Hann var orðaður við Tottenham sem og rússneska félagið Ribin Kazan nú í sumar.

„Ég er mjög ánægður með samninginn því Bologna var eina félagið sem hafði trú á mér," sagði Appiah við fréttastofu BBC. „Ég ætla að gefa allt sem ég á til félagsins eins og ég hef alltaf gert hingað til á mínum ferli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×