Innlent

Helst útlendingar sem flytja burt

leifsstöð Hagstofan spáir að fleiri flytji til landsins en frá því á ný árið 2012.
leifsstöð Hagstofan spáir að fleiri flytji til landsins en frá því á ný árið 2012.

Hagstofan spáir því að jafnvægi verði náð í búferlaflutningum árið 2012 eftir ójafnvægi frá árinu 2004.

Árin 2004 - 2007 fluttu mun fleiri til landsins en frá því og spár gera ráð fyrir að brottfluttir verði mun fleiri en aðfluttir árin 2009 - 2011. Því er spáð að í ár flytji 4.800 fleiri frá landinu en til þess, á næsta ári nemi sá fjöldi 3.200 og árið 2011 nemi hann 2.300 manns.

Samkvæmt spánni verða útlendingar tæplega 78 prósent brottfluttra umfram aðflutta í ár, á næsta ári verður hlutfall þeirra 67 prósent og árið 2011 tæp 54 prósent.

Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur Framsóknarflokki þar um. Byggir það á svörum Hagstofunnar.

Tiltölulega venjubundið mynstur var á búferlaflutningum til ársins 2003 og ráðgerir Hagstofan að það ástand verði aftur komið á 2012.

Siv vildi fá upplýsingar um búferlaflutninga vegna bankahrunsins en fær ekki þar sem Hagstofan hefur ekki greint ástæðurnar sem búa að baki búferlaflutningum. Hún vildi einnig fá margs kyns sundurliðun á stöðu brottfluttra en fær heldur ekki af sömu ástæðum.- bþsAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.