Enski boltinn

De Jong: Sjálfstraustið komið aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
De Jong, Tevez og Robinho fagna hér sigurmarki Tevez um helgina.
De Jong, Tevez og Robinho fagna hér sigurmarki Tevez um helgina.

Hollendingurinn Nigel De Jong, leikmaður Man. City, segir að sjálfstraust leikmanna Man. City sé í hæstu hæðum eftir sigurinn glæsilega gegn Chelsea um helgina.

De Jong segir að úrslitin sendi skýr skilaboð til annarra liða.

„Trúin er komin aftur eftir öll þessi jafntefli," sagði De Jong.

„Ef lið leggur Arsenal  þá veit maður að liðið er gott og gæði liðsins sjást enn betur þegar við erum að keppa líka við hin liðin á toppnum. Erum við samt bjartsýnir á að vinna titilinn? Nei, en aðalatriðið er að við erum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Það skiptir mestu máli," sagði Hollendingurinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×