Innlent

Braut gegn einhverfum dreng

NETIÐ MSN-samskipti við drenginn leiddu til kynferðislegrar misnotkunar. Myndin er ótengd fréttinni.
NETIÐ MSN-samskipti við drenginn leiddu til kynferðislegrar misnotkunar. Myndin er ótengd fréttinni.

Tæplega sextugur karlmaður, Jón Sverrir Bragason, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum einhverfum dreng. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða drengnum eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

Jón Sverrir er með lögheimili í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann komst fyrst í tæri við drenginn í veiðiferð, en hann var kunningi föður hans. Skömmu síðar upphóf hann MSN-samskipti við drenginn. Fljótlega fóru þau að snúast um að maðurinn færði drengnum tölvuleiki þegar hann kæmi hingað til lands í vinnu­erindum gegn „greiða". Í þessum tilgangi sótti maðurinn drenginn á einhvern tiltekinn stað og gaf honum ýmist tölvudót eða peninga gegn ýmis konar kynlífsathöfnum.

Athæfi mannsins komst upp þegar móðir drengsins varð þess vör að hann fór einhverju sinni óvænt að heiman frá sér. Hún gáði því í tölvu hans og sá þá samskiptin við einhvern sem kallaði sig Nonna.

Drengurinn sem var þrettán til fimmtán ára þegar athæfið átti sér stað hefur verið greindur með þroskaskerðingu, áráttukennda hegðun og vandamál með félagsleg tengsl. Drengurinn var meðal annars haldinn tölvufíkn. Sagði í niður­stöðu dómsins að maðurinn hefði notfært sér þessa veikleika til þess að misnota drenginn kynferðislega og sýnt sterkan og einbeittan brotavilja við verknaðinn.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×