Fótbolti

Bandaríkjamenn stöðvuðu sigurgöngu Spánverja

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jozy Altidore fagnar marki sínu í kvöld.
Jozy Altidore fagnar marki sínu í kvöld. Nordic photos/AFP

Bandaríkjamenn komu mörgum á óvart þegar þeir skelltu Evrópumeisturum Spánverja 2-0 í undanúrslitum Álfukeppninnar í fótbolta í kvöld.

Jozy Altidore kom Bandaríkjamönnum yfir á 27. mínútu en Clint Dempsey bætti seinna markinu við á 74. mínútu.

Bandaríkjamenn bundu þar með enda á ótrúlega sigurgöngu Spánverja sem höfðu unnið fimmtán leiki í röð og ekki tapað í 35 leikjum í röð eða síðan í nóvember árið 2007.

Á morgun ræðst svo hverjum Bandaríkjamenn mæta í úrslitaleiknum þegar Brasilía og Suður-Afríka mætast í seinni undanúrslitaleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×