Innlent

Gripin við fíkni­efnaviðskipti

tjörnin
Við hana  fóru viðskiptin fram.
tjörnin Við hana fóru viðskiptin fram.

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gómaði sölumann fíkniefna og kaupendur í fyrrakvöld við Tjörnina.

Kaupendurnir voru handteknir á staðnum. Á þeim fundust um tuttugu grömm af marí­jú­ana.

Sölumaðurinn reyndi að stinga lögregluna af, fyrst í bíl með hraðakstri um Þingholtin. Þegar það gekk ekki upp stökk hann út úr bílnum og tók til fótanna. Hann var handtekinn skömmu síðar í Þingholtunum og vistaður í fangageymslu. Hann var yfirheyrður í gær.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×