Enski boltinn

Arshavin ánægður með nýja leikkerfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andrey Arshavin.
Andrey Arshavin. Nordic Photos/Getty Images

Rússinn Andrey Arshavin er ánægður með þær breytingar sem Arsene Wenger hefur gert á leik Arsenal. Wenger er hættur að spila 4-4-2 og hefur skipt í 4-3-3 og það hefur reynst vel í upphafi tímabils.

„Persónulega er ég mjög sáttur við þessar breytingar enda hef ég farið í nýja stöðu. Ég var áður á vinstri kantinum en nú erum við þrír á miðjunni og þar get ég verið sókndjarfari," sagði Arshavin.

„Við getum líka alltaf skipt í gamla leikkerfið ef við þurfum á því að halda enda eru leikmenn liðsins hæfileikaríkir og geta aðlagað sig að nýjum hlutum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×