Innlent

Grjóti kastað í lögreglumenn og rúður brotnar í Stjórnarráðinu

Fjöldi mótmælenda er fyrir framan Stjórnarráðið. Mynd/ Villi.
Fjöldi mótmælenda er fyrir framan Stjórnarráðið. Mynd/ Villi.
Mótmælendur hafa brotið rúður í Stjórnarráðinu eftir að þeir söfnuðust þar saman rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti. Óeirðarlögreglumenn hafa tekið sér stöðu fyrir framan Stjórnarráðið og kasta mótmælendur nú grjóti í þá.

Mótmælendur flykktust á Austurvöll eftir að fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem haldinn var í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, lauk. Lögreglan beitti táragasi í kvöld til að dreifa hópnum. Það varð til þess að hópurinn færði sig að Stjórnarráðinu.

Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis, sem er á staðnum segir að lögreglan sé búin að grípa til gassins að minnsta kosti 10 sinnum í kvöld. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar að svo stöddu um það hvað varð til þess að lögreglan ákvað að beita gasinu núna.

Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1949 sem táragasi er beitt hér á landi, en lögregla hefur margsinnis beitt piparúða að undanförnu.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×