Enski boltinn

Chelsea hrasaði gegn Everton - úrslit og markaskorarar dagsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba fagnar marki í dag.
Drogba fagnar marki í dag.

Það var líf og fjör í enska boltanum í dag en búið er að spila alla leiki dagsins nema einn. Topplið Chelsea varð af tveimur mikilvægum stigum gegn Everton.

Man. Utd getur því jafnaði Chelsea á toppnum með sigri gegn Aston Villa á eftir.

Man. City nældi í jafntefli gegn Bolton þrátt fyrir að vera manni færri. Spurs tapaði svo óvænt, að einhverra mati, gegn Wolves.

Úrslit dagsins:

Birmingham-West Ham  1-0

1-0 Lee Bowyer (52.)

Rautt spjald: Mark Noble (78.).

Bolton-Man. City  3-3

1-0 Ivan Klasnic (11.), 1-1 Carlos Tevez (28.),2-1 Garu Cahill (43.), 2-2 Micah Richards (45.), 3-2 Ivan Klasnic (53.), 3-3 Carlos Tevez (77.) 

Rautt spjald: Craig Bellamy (66.)

Burnley-Fulham  1-1

0-1 Bobby Zamora (50.), 1-1 Wade Elliott (60.)

Chelsea-Everton  3-3

0-1 Petr Cech, sjálfsmark (12.), 1-1 Didier Drogba (18), 2-1, Nicolas Anelka (23.), 2-2 Ayegbeni Yakubu (45.), 3-2 Didier Drogba (59.), 3-3 Louis Saha (63.)

Hull-Blackburn  0-0

Sunderland-Portsmouth  1-1

1-0 Darren Bent (23.), 1-1 Younes Kaboul (90.)

Rautt spjald: Younes Kaboul (90.)

Tottenham-Wolves  0-1

0-1 Kevin Doyle (3.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×