Enski boltinn

Fabregas: Aldrei séð Wenger svona reiðan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að reiðilestur Arsene Wenger, stjóra liðsins, í leikhléi gegn Liverpool hafi kveikt neistann hjá liðinu.

Fabregas segir að Wenger hafi verið æfur af reiði í hálfleik enda var Arsenal-liðið nær meðvitundarlaus í fyrri hálfleik. Hann sagðist aldrei hafa séð Wenger svona reiðan.

„Stjórinn öskraði af reiði. Ég hef aldrei séð hann svona áður. Hann var afar vonsvikinn og sagði að við ættum ekki skilið að spila í treyju Arsenal ef við spiluðum svona. Ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×