Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot 2. apríl 2009 05:15 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Ef næsta ríkisstjórn fer þá leið sem núverandi stjórnarflokkar boða og fyrnir veiðiheimildir verða útgerðir landsins gjaldþrota á fáum árum og í kjölfarið verður nýreist bankakerfi landsins gjaldþrota. Þar með legðust skuldir sjávarútvegsins, sem Seðlabankanum reiknast til að séu um 500 milljarðar króna, á íslenskan almenning. Þetta er niðurstaða úttektar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum sem einnig á sæti í stjórn Landssambands íslenskra útgerðarmanna, hefur gert. Hann segir að miðað við núverandi aðstæður verði 1,9 krónur af hverju þorskígildi eftir hjá útgerðarfyrirtækjunum þegar allur kostnaður hefur verið greiddur. „Það er nú allt og sumt,“ segir Sigurgeir Brynjar. „Og þarna á víst að vera gullnáman sem ýmsir stjórnmálamenn, meðal annars landsfundarfulltrúar ríkisstjórnarflokkanna, telja að sé til staðar í sjávarútveginum og hægt sé að ná sér í hnefa til að stoppa í fjárlagagöt og fleira.“ Hann segir enn fremur að sömu hugmyndir um fyrrningarleið hafi verið í umræðunni fyrir kosningarnar 2003. „Og þá fékk Vinnslustöðin endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til þess að meta áhrif hennar á fyrirtækið. Þar var miðað við að félagið leigði af ríkinu þann kvóta sem það hefði misst vegna fyrningarinnar. Félagið stóð þá, líkt og nú, þokkalega miðað við það sem gerist í greininni. Niðurstaðan var hins vegar sú að það hefði orðið gjaldþrota á sex árum að því gefnu að leiguverð aflaheimilda frá ríkinu væri helmingi lægra en markaðsverð á leigumarkaði.“ Hann segir brýna þörf vera nú á raunsærri aðgerðum. „Stjórnmálamenn hafa oft áður komið fram með svipaðar „reddingar“ með hörmulegum aðgerðum,“ segir hann. „Lausnin átti einhvern tímann að felast í því að setja skuttogara í hvert pláss, loðdýrarækt á hvern bæ, fiskeldi hvar sem komið var, dot-com fyrirtæki og nú síðast gengu draumóramenn um í leiðslu fagnaðarerindis um Ísland sem fjármálamiðstöð veraldarinnar. Við verðum hreinlega að koma okkur á jörðina.“ Við úttektina notaði hann ársreikninga fimmtán til átján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins frá árinu 2001 til 2007 en þau hafa haft yfir að ráða 52 til 62 prósentum allra aflaheimilda við landið. jse@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira