Enski boltinn

Chelsea bjargaði króatísku félagi frá gjaldþoti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri AC Milan, mun örugglega hafa augun á Matej Delac.
Carlo Ancelotti, stjóri AC Milan, mun örugglega hafa augun á Matej Delac. Mynd/AFP

Króatíska félagið Inter Zapresic bjargaði mjög slæmri fjárhagsstöðu sinni með að gera samning við Chelsea um að enska úrvalsdeildarfélagið hafi forgang á önnur félög að kaupa markvörð liðsins, Matej Delac.

Það hefur ekki verið gefið út hvað Chelsea borgaði Inter Zapresic fyrir að eiga kaupréttinn á hinum 17 ára Delac en samningurinn er til næstu þriggja ára. Delac mun einnig æfa hjá Chelsea þegar tímabilið í Króatíu er ekki í gangi.

„Þessi samningur bjargaði okkur frá gjaldþroti og hans vegna getum við farið að borga leikmönnum okkar laun sem við skuldum þeim síðan í júní," sagði Branko Laljak framkvæmdastjóri króatíska félagsins. Inter Zapresic er nú í 11. sæti af 16 liðum í króatísku deildinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×