Enski boltinn

Tevez: Á von á því að fá góðar móttökur á Old Trafford

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlos Tevez ásamt knattspyrnustjóranum Mark Hughes hjá City.
Carlos Tevez ásamt knattspyrnustjóranum Mark Hughes hjá City. Nordic photos/AFP

Argentínski landsliðsmaðurinn Carlos Tevez hjá Manchester City kveðst ekki vera smeykur við að snúa aftur á Old Trafford og mæta sínum gömlu liðsfélögum í Manchester United um helgina.

Tevez var notaður í auglýsingaherferð eftir að hann kom til City í sumar og var hann íklæddur í City búning á veggspjöldum víðs vegar um Manchester-borg í sumar og hefur knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá United meðal annarra líst yfir furðu sinni á uppátækinu.

Tevez er þó sjálfur sannfærður um að hann fái góðar móttökur á Old Trafford á sunnudag.

„Ég á vona á að fá góðar móttökur á Old Trafford. Ég lagði mig ávallt hundrað prósent fram þegar ég klæddist búningi United og átti mjög gott samband við stuðningsmenn félagsins og þeir vita manna best hvað ég gerði fyrir félagið.

Hvað mun ég gera ef ég skora í leiknum? Ég veit það ekki en ég verð örugglega mjög glaður. Aðalmálið er samt að City vinni leikinn," segir Tevez í viðtali við Daily Telegraph.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×