Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt 4. júní 2009 19:08 Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira