Enski boltinn

Vill að Ferguson og Benitez grafi stríðsöxina

Benitez vildi ekki óska Ferguson til hamingju með titilinn
Benitez vildi ekki óska Ferguson til hamingju með titilinn NordicPhotos/GettyImages

Richard Bevan, yfirmaður samtaka knattspyrnustjóra á Englandi, hvetur þá Rafa Benitez og Alex Ferguson til að hætta að munnhöggvast í fjölmiðlum.

Ferguson og Benitez hafa verið litlir vinir í vetur og hafa skipst á að skammast hvor annan í viðtölum frá því í janúar. Nú síðast neitaði Benitez að óska Ferguson til hamingju með enska meistaratitilinn.

"Þeir eru frábærir knattspyrnustjórar, en knattspyrnustjórasamtökunum er annt um ímynd leiksins og við ræðum reglulega við menn um allt mögulegt. Stundum hafa stjórarnir mjög sterkar skoðanir á hlutunum en ég held að í tilviki þeirra (Ferguson og Benitez) sé kominn tími til að horfa fram á við," sagði Bevan í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×