Enski boltinn

Hermann orðaður við Celtic

NordicPhotos/GettyImages
Daily Mail greinir frá því í dag að Hermann Hreiðarsson verði á næstunni seldur frá Portsmouth til Glasgow Celtic á 500 þúsund pund eða 95 milljónir króna.

Hermann var fyrr í þessum mánuði orðaður við erkifjendurna í Glasgow Rangers. Celtic hefur greinilega fengið mikinn áhuga á Íslenskum knattspyrnumönnum, í vikunni spurðist félagið um Aron Gunnarsson hjá Coventry en úrvalsdeildarliðin Everton og Stoke hafa einnig verið með landsliðsmanninn unga undir smásjá og viljað fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×