Öll verk Kjarvals á salon 10. janúar 2009 06:00 Undirbúning lokið og verkin komin upp í gær á Kjarvalsstöðum. mynd fréttablaðið/ Nokkur hundruð verka Jóhannesar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem einkennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi sýningarrýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu, rétt í þeim anda sem fyrstu sýningar hans voru. Byggir hún á hefð sem salon-sýninga í París á nítjándu öld. Sýningin byggir ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefnum eða tímaröð. Áhersla er lögð á óvænt samhengi verkanna. Áhorfandinn nálgast verk Kjarvals fyrirmælalaust og nýtur þess á eigin forsendum að skyggnast inn í hugarheim hans. Sýningin stendur til 13. apríl. Sýningarstjóri er Helga Lára Þorsteinsdóttir. Listasafn Reykjavíkur hefur leitast við að setja Kjarvalssafn sitt fram á ólíkan máta, með þematengdum sýningum, yfirlitssýningum og samsýningum en í fyrsta sinn er safneignin sýnd í heild sinni, ef frá eru taldar teikningar og skissur sem eru í eðli sínu ekki sýningargripir eða tilbúnar til sýningar. Er spennandi að sjá alla safneignina í heild sinni sem sjaldan gefst tækifæri til. Kjarvalssafneign safnsins samanstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikningum og 159 málverkum. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg Með tíð og tíma hefur safnið vaxið jafnt og þétt; bæði hafa verið keypt verk í safnið en einnig hefur því borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstaklingum sem hafa styrkt safnið verulega. Sýningarsalurinn verður opnaður kl. 14 en þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, fylgja gestum um sýninguna og ræða um hvernig safneign verður til, hvernig hún þróast, gildi hennar og hvaða þættir geta haft mótandi áhrif á uppbyggingu hennar. Hann fjallar auk þess um ólíkar leiðir við framsetningu sýninga og upphengingu verka; hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir áhorfandann og miðlun verkanna, en Listasafn Reykjavíkur fer nú ótroðna slóð í framsetningu sinni á verkum Kjarvals. - pbb Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nokkur hundruð verka Jóhannesar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem einkennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi sýningarrýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu, rétt í þeim anda sem fyrstu sýningar hans voru. Byggir hún á hefð sem salon-sýninga í París á nítjándu öld. Sýningin byggir ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefnum eða tímaröð. Áhersla er lögð á óvænt samhengi verkanna. Áhorfandinn nálgast verk Kjarvals fyrirmælalaust og nýtur þess á eigin forsendum að skyggnast inn í hugarheim hans. Sýningin stendur til 13. apríl. Sýningarstjóri er Helga Lára Þorsteinsdóttir. Listasafn Reykjavíkur hefur leitast við að setja Kjarvalssafn sitt fram á ólíkan máta, með þematengdum sýningum, yfirlitssýningum og samsýningum en í fyrsta sinn er safneignin sýnd í heild sinni, ef frá eru taldar teikningar og skissur sem eru í eðli sínu ekki sýningargripir eða tilbúnar til sýningar. Er spennandi að sjá alla safneignina í heild sinni sem sjaldan gefst tækifæri til. Kjarvalssafneign safnsins samanstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikningum og 159 málverkum. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg Með tíð og tíma hefur safnið vaxið jafnt og þétt; bæði hafa verið keypt verk í safnið en einnig hefur því borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstaklingum sem hafa styrkt safnið verulega. Sýningarsalurinn verður opnaður kl. 14 en þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, fylgja gestum um sýninguna og ræða um hvernig safneign verður til, hvernig hún þróast, gildi hennar og hvaða þættir geta haft mótandi áhrif á uppbyggingu hennar. Hann fjallar auk þess um ólíkar leiðir við framsetningu sýninga og upphengingu verka; hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir áhorfandann og miðlun verkanna, en Listasafn Reykjavíkur fer nú ótroðna slóð í framsetningu sinni á verkum Kjarvals. - pbb
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira