Enski boltinn

Bruce segir aðferðir Man City viðbjóðslegar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan.
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan. Nordic Photos / Getty Images
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Wigan, segir að vinnuaðferðir Manchester City í tengslum við meintan áhuga liðsins á Wilson Palacios viðbjóðslegar.

Bruce heldur því fram að City hafi aðeins sýnt Palacios áhuga til þess að gera félaginu kleift að fá Craig Bellamy frá West Ham.

Tottenham hafði einnig áhuga á Bellamy en samkvæmt Bruce mun City hafa lofað Tottenham að láta Palacios í friði svo lengi sem þeir fengju að kaupa Bellamy frá City.

„Þeir notuðu drenginn sem vopn og notuðu svo félagið bara í þeim tilgangi að fá Bellamy. Þetta er viðbjóðsleg hegðun hjá City," sagði Bruce.

„Ef þeir hefðu ekki komið Palacios úr jafnvægi hefði hann samið upp á nýtt við okkur. Þar til að City kom til sögunnar var hann á báðum áttum um hvort hann ætti að fara til Lundúna. Við vorum búnir að bjóða honum samning sem hann var við það að skrifa undir."

City hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ásökunum Bruce er neitað. Þar segir að fulltrúi City hafi aðeins haft samband við framkvæmdarstjóra Wigan til að spyrjast fyrir um Palacios. Engar upphæðir hafi verið ræddar eða annað slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×