Enski boltinn

Ferguson orðaður við Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Ferguson, fyrrum stjóri Peterborough.
Darren Ferguson, fyrrum stjóri Peterborough. Nordic Photos / Getty Images

Darren Ferguson, fyrrum stjóri Peterborough, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth en Paul Hart var rekinn frá félaginu í gær.

Eins og sakir standa þykir líklegast að Avram Grant verði ráðinn stjóri liðsins en hann er nú yfirmaður íþróttamála hjá félaginu.

En enskir fjölmiðlar halda því fram að Ferguson komi einnig til greina. Hann er sonur Alex Ferguson, stjóra Manchester United, en Portsmouth mætir einmitt United í næsta leik.

Ferguson yngri var rekinn frá Peterborough fyrr í mánuðinum en hann þykir engu að síður afar efnilegur knattspyrnustjóri. Hann tók við Peterborough árið 2007.

Hann hóf leikmannaferil sinn hjá Manchester United árið 1990 og lék alls 27 leiki með félaginu. Lengst af lék hann með Wolves og Wrexham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×