Enski boltinn

Hull þarf að losa sig við fimmtán leikmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Brown, stjóri Hull, er ekki kátur yfir stöðu mála.
Phil Brown, stjóri Hull, er ekki kátur yfir stöðu mála.

Fjárhagsstaða enska úrvalsdeildarfélagsins Hull er alvarleg. Félagið þarf að spara 16 milljónir punda til að halda sjó og það þýðir einfaldlega að liðið verður að fækka leikmönnum.

„Við erum með of marga leikmenn. Það er ekkert flóknara en það," sagði Adam Pearson, stjórnarformaður Hull.

„Það eru 40 leikmenn á skrá og svo eru það allir unglingarnir. Það þarf að fækka um að lágmarki 15 manns," sagði Pearson en í fyrstu kemur ekki til greina að selja stærstu stjörnur félagsins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×