Enski boltinn

Hicks: Engar stjörnur seldar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks, til vinstri.
Tom Hicks, til vinstri. Nordic Photos / Getty Images

Tom Hicks, annar eiganda Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn liðsins að engar stórstjörnur verði seldar frá félaginu jafnvel þótt að liðið komist ekki áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool verður af miklum tekjum ef það kemst ekki upp úr riðlakeppninni eins og allt útlit er fyrir nú. Fjárhagsstaða Liverpool þykir ekki góð fyrir en Hicks segir félagið ekki ætla að selja menn eins og Steven Gerrard eða Fernando Torres, óháð gengi liðsins.

„Fjárhagsleg heilsa félagsins er ágæt," sagði Hicks. „Tekjur félagsins af söluvarningi hafa aukist og fjársterkir aðilar hafa sýnt því áhuga að fjárfesta í félaginu."

„Við erum ánægðir með gengi félagsins í viðskiptalífinu en vildum óska þess að liðinu myndi ganga betur inn á vellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×