Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns 16. ágúst 2009 18:42 Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany. Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany.
Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52
Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07
Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37