Brasilíski glæpamaðurinn flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns 16. ágúst 2009 18:42 Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany. Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Brasilíumaður sem var handtekinn hér á landi fyrir helgi flakkaði um Evrópu með vegabréf bróður síns áður en hann var gómaður í Leifsstöð. Hann segir að íslenskum stjórnvöldum sé óheimilt að framselja sig til Brasilíu og vill pólitískt hæli á Íslandi. Hosmany Ramos er brasilískur strokufangi sem handtekinn var í Leifsstöð fyrir helgi eftir nokkra mánuði á flótta frá Brasilíu þar sem hann á enn eftir að afplána þunga dóma, meðal annars fyrir morð. Hosmany var með vegabréf bróður síns og hafði ferðast vítt og breitt um Evrópu áður en hann var handtekinn. Hann hefur nú óskað eftir að fá hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld standa því frammi fyrir tveimur valkostum. Að veita Hosmany hæli eða að verða við væntanlegri beiðni Brasilíumanna um að Hosmany verði framseldur. En þótt Hosmany sé dæmdur morðingi er ekki víst að það verði einfalt mál að framselja hann til Brasilíu. Í fyrsta lagi eru engir framsalssamningar á milli Íslands og Brasilíu. Í öðru lagi hafa mörg mannréttindasamtök haldið því fram að pyntingar sé stundaðar í fangelsum landsins. Íslenskum stjórnvöldum er lögum samkvæmt óheimilt að framselja menn, jafnvel morðingja, þangað sem þeirra eiga pyntingar yfir höfði sér, eða ómannúðlega meðferð. Það verður í dómsmálaráðuneytinu sem örlög Ramosar ráðast en lögfæðingar sem fréttastofa ræddi við í dag telja líklegast að hann verði framseldur til Brasilíu og verði látinn klára afplánun á dómnum sínum. Sjálfur bindur hann vonir við hið gagnstæða en hann vill hefja nýtt líf á íslandi. „Ég er viss um að ég geti komið að miklu gagni. Ég get kennt við háskólann,"segir Hosmany.
Tengdar fréttir Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52 Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Brasilíski stórglæpamaðurinn var að koma frá Ósló Brasilíski stórglæpamaðurinn sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst, var að koma frá Ósló og ætlaði því næst til Kanada. 14. ágúst 2009 11:52
Frægasti glæpamaður Brasilíu handtekinn á Íslandi Einn þekktasti glæpamaður Brasilíu, lýtalæknirinn Hosmany Ramos, situr nú í gæsluvarðhaldi á Íslandi en hann var tekinn með falskt vegabréf á Keflavíkurflugvelli þann 9. ágúst. Hann er eftirlýstur í Brasilíu eftir að hafa fengið heimfararleyfi yfir jólahátíðina síðustu og ekki snúið aftur. 14. ágúst 2009 10:07
Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15. ágúst 2009 18:37