Heiðmerkurhrottar kærðir í dag 30. apríl 2009 09:51 Frá Heiðmörk. Mynd/Pjetur Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag. Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag.
Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32
„Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58