Fótbolti

Barcelona að fá Brassa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keirrison hér til vinstri.
Keirrison hér til vinstri. Nordic Photos/AFP

Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti í dag að Brasilíumaðurinn Keirrison sé væntanlega á leið til félagsins frá Palmeiras.

Keirrison er tvítugur framherji sem mörg félög í Evrópu hafa verið að reyna að kaupa. Talið er að Barca þurfi að greiða 11 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni þá gæti Keirrison stoppað stutt hjá Barca þar sem talið er að Barca muni nota leikmanninn sem hluta af kaupverði en Börsungar eru að reyna að fá David Villa og Diego Forlan.

Laporta segir það verði ákvörðun þjálfarans, Pep Guardiola, hvort strákurinn spili með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×