Enski boltinn

Reina ætlar að framlengja við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pepe Reina er hamingjusamur í Liverpool.
Pepe Reina er hamingjusamur í Liverpool.

Liverpool hefur lýst yfir vilja sínum til þess að semja upp á nýtt við markvörðinn Pepe Reina og markvörðurinn er meira en til í að semja aftur við félagið.

Reina segir að sér líði einstaklega vel í Liverpool þar sem hann hefur verið síðan 2005.

„Það er markmiðið að ganga frá nýjum samningi fljótlega og ég vil vera hér í mörg ár í viðbót. Félagið vill það sama sem er afar jákvætt," sagði Reina.

„Þetta er þegar mitt fimmta tímabil og það segir allt. Dóttir mín er þess utan „Scouser". Ég á vini hérna og fjölskyldunni líður vel. Það er engin ástæða til annars en að vera hér áfram," bætti Reina við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×