Enski boltinn

Stóru liðin eru ekki ósigrandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes.

Mark Hughes, stjóri Man. City, segir að sá tími sé liðinn að stóru fjögur liðin í ensku boltanum séu sama og ósigrandi. Síðustu ár hafa Man. Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool verið langsterkustu lið deildarinnar en Hughes segir að landslagið sé að breytast.

Lið Hughes, City, er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar eftir jafnteflið gegn Wigan í gær. Tottenham er í þriðja sæti og Villa og Sunderland ekki langt á eftir.

„Maður finnur að yfirburðir þessara fjögurra liða eru smám saman að dvína. Það er mjög jákvætt fyrir deildina. Það hjálpar líka liðum eins og okkur sem viljum endilega komast á meðal þeirra bestu," sagði Hughes.

„Þetta tímabil gæti deildin verið opnari en oft áður. Stóru fjögur liðin munu tapa fleiri stigum en síðustu ár. Það má augljóslega sjá í upphafi tímabilsins og það verður framhald á þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×