Hermt er að Manchester United sé að undirbúa 28 milljón evra tilboð í ungstirni ítalska félagsins Fiorentina, Stevan Jovetic.
Þessum strák hefur skotið upp á stjörnuhimininn og alveg ljóst að Fiorentina mun ekki sleppa honum nema virkilega gott tilboð berist í leikmanninn.
Þess utan er Jovetic afar ánægður með lífið í Flórens sem og fótboltann sem er spilaður hjá félaginu.
Fjölmörg félög hafa haft augastað á þessum strák og því spáð að þess verði ekki langt að bíða að hann fari til stærra félags.