Enski boltinn

Arsenal vill bætur frá Hollendingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að félagið muni sækja um bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla Robin Van Persie.

Hollenski framherjinn meiddist alvarlega í landsleik Hollands og Ítalíu og snýr væntanlega ekki aftur á völlinn fyrr en í apríl á næsta ári.

„Við erum að vinna í málinu með lögfræðingum okkar og ætlum klárlega að sækja bætur. Meiðslin hans hafa valdið okkur miklum skaða," sagði Wenger en Van Persie var sjóðheitur er hann meiddist. Búinn að skora 7 mörk í 11 leikjum og leikið einstaklega vel.

„Það er sérstaklega pirrandi að missa leikmann í vináttulandsleik," sagði Wenger en Arsenal er einnig ósátt við að Persie hafi í fyrstu fengið ranga meiðslagreiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×