Enski boltinn

Carragher vill gera eins og Giggs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Jamie Carragher lék sinn 600. leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá tapaði liðið reyndar fyrir Portsmouth á útivelli, 2-0, sem varpaði skugga á þennan merka áfanga hjá Carragher sem er 31 árs gamall.

Carragher lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool árið 1997 en hann hefur þó viðurkennt að hann vill frekar fara frá liðinu en spila illa vegna aldurs.

„Ég vil gera það sem Giggs hefur gert. Alex Ferguson hefur notað hann afar skynsamlega. Ég sé fyrir mér að ég verði í svipuðu hlutverki í framtíðinni," sagði Carragher.

„Þetta er vissulega frábrugðið að því leyti að stjórar vilja litlu breyta í vörninni en á móti kemur að varnarmenn þurfa að hlaupa minna en aðrir leikmenn. Það eru því kostir og gallar við þetta."

„En ég sé vel fyrir mér að ég geti spilað 25-30 leiki á tímabili með Liverpool þegar ég verð orðinn 34 eða 35 ára gamall."

Carragher á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×