Fótbolti

Brassar vanmeta ekki Bandaríkin

Bandaríkjamenn voru ánægðir með sigurinn á Spáni í undanúrslitunum og rifu sig eðlilega úr að ofan við tilefnið.
Bandaríkjamenn voru ánægðir með sigurinn á Spáni í undanúrslitunum og rifu sig eðlilega úr að ofan við tilefnið. Nordicphotos/GettyImages
Bandaríkin þurfa að eiga sama stórleikinn og gegn Spánverjum ef þeir ætla að eiga einhverja möguleika gegn Brasilíu. Lið landanna mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar annað kvöld en Brasilía vann leik þeirra í riðlakeppninni örugglega 3-0.

Carlos Bocanegra, fyrirliði Bandaríkjanna, segir að liðin muni leggja leikinn öðruvísi upp núna. „Í fyrsta sinn sem við mættum þeir vorum við ekki tilbúnir. Við sýndum þeim alltof mikla virðingu. Við bökkuðum of mikið en við munum spila betur á morgun," sagði hann á blaðamannafundi í dag.

Brassinn Gilberto Silva segir að ekkert vanmat verði í gangi. „Sigur Bandaríkjanna á Spáni kom mér ekki á óvart. Spánn lék ekki vel og ef það gerist vinnurðu ekki. Við virðum andstæðinga okkar og þurfum að leggja hart að okkur til að vinna," sagði hann.

Brasilía hefur mætt Bandaríkjunum fimmtán sinnum, unnið fjórtán en tapað einu sinni.

Líkleg byrjunarlið:

Brasilía: Julio Cesar; Maicon, Lucio, Luisao, Andre Santos; Felipe Melo, Gilberto Silva, Ramires, Kaka; Luis Fabiano, Robinho.

Bandaríkin: Tim Howard; Jonathan Spector, Jay DeMerit, Oguchi Onyewu, Carlos Bocanegra; Clint Dempsey, Benny Feilhaber, Ricardo Clark, Landon Donovan; Charlie Davies, Jozy Altidore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×