Fótbolti

Bronsið til Spánar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spánverjar fagna í dag.
Spánverjar fagna í dag. Nordic Photos/AFP

Spánverjar tryggðu sér bronsverðlaunin í Álfukeppninni í dag er liðið lagði Suður-Afríku í dramatískum leik.

Katlego Mphela kom heimamönnum yfir á 73. mínútu. Afríkumenn virtust vera að landa sigrinum þegar David Guiza skoraði tvö mörk á tveimur mínútum. Nánar tiltekið á 87. og 88. mínútu.

Heimamenn gáfust ekki upp og Mphela náði að jafna leikinn á 90. mínútu.

Í framlengingu reyndust Spánverjar sterkari og Xabo Alonso skoraði sigurmarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×