Enski boltinn

Konungsfjölskyldan í Arabíu vill kaupa í Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinir bandarísku eigendur Liverpool.
Hinir bandarísku eigendur Liverpool.

Fram kemur í Daily Mirror í dag að Liverpool gæti átt von á miklum peningum í rekstur félagsins því blaðið heldur því fram að konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu stefni að því kaupa í enska félaginu.

Eftir því sem fram kemur í blaðinu þá reyna meðlimir konungsfjölskyldunnar að fá fund með þeim Tom Hicks og George Gillett, eigendum Liverpool, vegna hugsanlegra kaupa.

Arabarnir eru til  í að fljúga þeim með einkaþotu til Arabíu svo hægt sé að ganga frá málinu sem fyrst.

Talsmaður Liverpool vildi ekki tjá sig um þennan orðróm í dag. Liverpool er afar skuldsett og skuldar í dag 313 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×