Enski boltinn

Adams hefur úr litlu að moða

NordicPhotos/GettyImages

Tony Adams mun ekki fá mikla peninga til að kaupa leikmenn til Portsmouth í janúar þó félagið hafi fengið yfir 30 milljónir punda í kassann fyrir þá Jermain Defoe og Lassana Diarra.

"Það er ekki mikið sem ég get gert. Við eigum engar endalausar milljónir punda í augnablikinu. Ég veit hvernig þetta virkar. Ég get ekki farið út og eytt 20 milljónum punda í leikmenn því við erum enn að borga fyrir leikmenn sem við höfum keypt að undanförnu," sagði Adams.

Reikna má með því að nýráðinn stjóri Portsmouth sé enda uppteknari við að halda mönnum hjá félaginu en að horfa eftir nýjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×