Enski boltinn

Ancelotti: Veit ekki af hverju við töpuðum fyrir Wigan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, þurfti um helgina að horfa upp á liðið sitt tapa í fyrsta sinn síðan að hann tók við liðinu. Chelsea fór þá í heimsókn til Wigan og tapaði óvænt 3-1 eftir að hafa misst markvörð sinn útaf með rautt spjald.

„Við spiluðum ekki vel og ég veit ekki af hverju. Wigan-liðið stóð sig mjög vel og var mjög vel skipulagt. Þetta kom mér á óvart," sagði Ancelotti en tapaði þýddi að Chelsea missti toppsætið til Manchester United á markatölu.

Chelsea hafði unnið níu fyrstu leikina undir stjórn Carlo Ancelotti en urðu nú undir í baráttunni á móti Wigan sem tapaði 0-4 á móti Arsenal helgina á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×