Enski boltinn

United sterklega orðað við danskan landsliðsmann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Simon Kjaer.
Simon Kjaer. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United mikinn hug á að tryggja sér þjónustu danska landsliðsmannsins Simon Kjaer hjá Palermo.

Hinn tvítugi varnarmaður hefur þótt standa sig mjög vel með Palermo undanfarið en hann er með klausu í samningi sínum sem gefur honum kleift að yfirgefa herbúðir ítalska liðsins ef kauptilboð upp á 11 milljónir punda kemur til skjalanna.

Samkvæmt Daily Mail sér Ferugson Danann unga sem kjörinn eftirmann fyrir Serbann Nemanja Vidic sem hefur gefið í skyn að hann vilji yfirgefa Old Trafford næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×