Rooney með þrennu í sigri United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 17:05 Wayne Rooney fagnar einu marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Wayne Rooney skoraði þrennu er Manchester United vann 4-1 sigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Alls er sex leikjum lokið í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í liði Portsmouth sem er því enn á botni deildarinnar með sjö stig. Liðið er nú öðrum sjö stigum frá öruggu sæti. Rooney skoraði tvö markanna úr vítaspyrnum. Fyrst eftir að brotið var á honum sjálfum en Kevin-Prince Boateng jafnaði svo metin fyrir Portsmouth úr annarri vítaspyrnu stuttu síðar. Ryan Giggs lagði svo upp annað mark Rooney og United snemma í síðari hálfleik. Rooney skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Giggs. Giggs sjálfur skoraði svo fjórða mark United beint úr aukaspyrnu en þetta var hans 100. mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður 36 ára gamall á morgun. Alex Ferguson tók út leikbann í dag og fylgdist því með leiknum úr áhorfendastúkunni. Þetta var fyrsti leikur Portsmouth undir stjórn Avram Grant en liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik. United tók hins vegar öll völd í seinni hálfleik og vann öruggan sigur. Fulham og Bolton gerðu jafntefli, 1-1. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af í leiknum en Ivan Klasnic kom Bolton engu að síður yfir á 35. mínútu leiksins með skoti úr vítateignum. Damien Duff jafnaði svo metin á 75. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og kom mikið við sögu í leiknum. Hann bjargaði sínum mönnum í tvígang í fyrri hálfleik og átti svo möguleika á að tryggja Bolton sigurinn í þeim síðari er hann skallaði framhjá úr góðu færi. Manchester City og Hull gerðu jafntefli, 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli City í röð í deildinni. Shaun Wright-Phillips kom City yfir í lok fyrri hálfleiks en Jimmy Bullard jafnaði metin með vítaspyrnu á 82. mínútu fyrir Hull. Robinho var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan í ágúst en hann spilaði í alls 75 mínútur í dag. West Ham vann Burnley, 5-3. Jack Collison, Junior Stanislas, Guillermo France, Carlton Cole og Luis Jimenez skoruðu mörk West Ham en þeir tveir síðastnefndu úr vítaspyrnum. Steven Fletcher skoraði tvívegis fyrir Bolton og Chris Eagels eitt. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á bekknum hjá Burnley. Wigan vann Sunderland, 1-0. Hugo Rodallega skoraði eina mark leiksins úr þröngu færi á 76. mínútu. Þetta var einkar mikilvægur sigur fyrir Wigan sem tapaði 9-1 fyrir Tottenham um síðustu helgi. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira
Wayne Rooney skoraði þrennu er Manchester United vann 4-1 sigur á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Alls er sex leikjum lokið í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í liði Portsmouth sem er því enn á botni deildarinnar með sjö stig. Liðið er nú öðrum sjö stigum frá öruggu sæti. Rooney skoraði tvö markanna úr vítaspyrnum. Fyrst eftir að brotið var á honum sjálfum en Kevin-Prince Boateng jafnaði svo metin fyrir Portsmouth úr annarri vítaspyrnu stuttu síðar. Ryan Giggs lagði svo upp annað mark Rooney og United snemma í síðari hálfleik. Rooney skoraði svo þriðja markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Giggs. Giggs sjálfur skoraði svo fjórða mark United beint úr aukaspyrnu en þetta var hans 100. mark í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður 36 ára gamall á morgun. Alex Ferguson tók út leikbann í dag og fylgdist því með leiknum úr áhorfendastúkunni. Þetta var fyrsti leikur Portsmouth undir stjórn Avram Grant en liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik. United tók hins vegar öll völd í seinni hálfleik og vann öruggan sigur. Fulham og Bolton gerðu jafntefli, 1-1. Heimamenn voru sterkari aðilinn framan af í leiknum en Ivan Klasnic kom Bolton engu að síður yfir á 35. mínútu leiksins með skoti úr vítateignum. Damien Duff jafnaði svo metin á 75. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og kom mikið við sögu í leiknum. Hann bjargaði sínum mönnum í tvígang í fyrri hálfleik og átti svo möguleika á að tryggja Bolton sigurinn í þeim síðari er hann skallaði framhjá úr góðu færi. Manchester City og Hull gerðu jafntefli, 1-1. Þetta var sjöunda jafntefli City í röð í deildinni. Shaun Wright-Phillips kom City yfir í lok fyrri hálfleiks en Jimmy Bullard jafnaði metin með vítaspyrnu á 82. mínútu fyrir Hull. Robinho var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan í ágúst en hann spilaði í alls 75 mínútur í dag. West Ham vann Burnley, 5-3. Jack Collison, Junior Stanislas, Guillermo France, Carlton Cole og Luis Jimenez skoruðu mörk West Ham en þeir tveir síðastnefndu úr vítaspyrnum. Steven Fletcher skoraði tvívegis fyrir Bolton og Chris Eagels eitt. Jóhannes Karl Guðjónsson var allan leikinn á bekknum hjá Burnley. Wigan vann Sunderland, 1-0. Hugo Rodallega skoraði eina mark leiksins úr þröngu færi á 76. mínútu. Þetta var einkar mikilvægur sigur fyrir Wigan sem tapaði 9-1 fyrir Tottenham um síðustu helgi. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Sjá meira