Enski boltinn

Southgate nýtur stuðnings stjórnarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough.
Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough. Nordic Photos / Getty Images
Stjórn Middlesbrough hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún lýsir yfir stuðningi við Gareth Southgate, knattspyrnustjóra liðsins.

Boro hefur ekki unnið í síðustu tíu deildarleikjum sínum og er nú í bullandi fallbaráttuslag.

„Gareth mun fá tíma til að koma þessum hlutum í lag," sagði Keith Lamb, framkvæmdarstjóri Boro, í samtali við enska fjölmiðla.

„Við erum ekki að örvænta og Steve Gibson stjórnarformaður og ég erum sannfærðir að Gareth sér rétti maðurinn í starfið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×