Enski boltinn

Öll lið á Englandi myndu vilja hafa Vidic í sínum röðum

NordicPhotos/GettyImages

Sir Bobby Charlton er mjög hrifinn af nýkjörnum leikmanni ársins hjá Manchester United, varnarjaxlinum Nemanja Vidic.

"Það er ótrúlegt fyrir mig að hugsa til þess að félag eins og Manchester United skuli vera að fá svona mikið hrós fyrir frábæra varnarvinnu, því United á að vera sóknarlið. En þegar við erum með menn eins og Nemanja Vidic, Rio Ferdinand og ungan mann eins og Jonny Evans í vörninni er það ekki skrítið. Við verðum líka að gefa Edwin van der Sar og hinum varnarmönnunum sitt hrós," sagði Manchester-goðsögnin.

Hann hrósaði Vidic sérstaklega fyrir sitt framlag í vetur. "Það eru venjulega glansleikmennirnir sem fá þessi verðlaun en Nemanja á þetta sannarlega skilið. Hann hefur mikil áhrif á leik liðsins og öll lið í deildinni öfunda okkur af því að hafa hann. Nemanja er frábær í loftinu og vinnur alla skallabolta. Hann er hugaður og sterkur og svo skorar hann líka mörk. Nærvera hans lætur öllum leikmönnum liðsins líða betur inni á vellinum og það er mikilvægt," sagði Charlton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×