Enski boltinn

Hughes ætlar á topp sex

Nordic Photos/Getty Images

Mark Hughes hefur sett sér það markmið að koma Manchester City í hóp sex bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar eftir upp og niður gengi í vetur.

"Ég held að það sé raunhæft markmið að reyna að koma liðinu á topp sex á næsta keppnistímabili. Ég er frekar raunsær maður og ég tel ekki ómögulegt að við getum náð þessu takmarki. Okkur vantar nokkra leikmenn og það verða til peningar til að kaupa þá," sagði Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×