Innlent

300 aðilar fengur 4000 milljarða að láni

Um 300 hundruð aðilar fengu yfir 4000 milljarða króna að láni hjá stóru bönkunum þremur. Lán til þessara aðila nema gervöllum skatttekjum ríkisins í meira en áratug.

Fram kemur í hjá rannsóknarnefnd á bankahruninu að hundrað stærstu viðskiptavinir hvers bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, hafi verið með um helming útlána þeirra.

Ekki er lokið fyrir það skotið að þessi hópur skarist eitthvað, þannig að þeir sömu hafi fengið lánað í fleiri en einum banka og enn fremur að töluvert færri einstaklingar séu að baki þessum aðilum þegar upp er staðið.

En hvað fengu þeir lánað? Heildareignir bankanna námu tífaldri landsframleiðslu. 12.000 milljörðum króna. Stór hluti eigna bankanna eru útlán.

Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans námu útlán bankanna yfir 8000 milljörðum króna til innlendra og erlendra aðila. Hafi þessi 300, sem gætu verið töluvert færri, fengið helminginn af því, þá fengu þeir 4000 milljarða króna að láni. 4000 1000 milljónir króna.

Þetta er hærri upphæð en sem nemur öllum skatttekjum íslenska ríkisins í meira en áratug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×