Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri 3. október 2009 06:30 Þessi maður hafði safnað dágóðu magni af sveppum í poka þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í vikunni.Fréttablaðið/vilhelm Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira