Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri 3. október 2009 06:30 Þessi maður hafði safnað dágóðu magni af sveppum í poka þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í vikunni.Fréttablaðið/vilhelm Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira