Enski boltinn

Gibson: Þurfum ekki að sanna neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn United fagna Gibson í kvöld.
Leikmenn United fagna Gibson í kvöld.

Hetja Man. Utd í kvöld, Darron Gibson, segir að kjúklingarnir í liði Man. Utd hafi ekki þurft að sanna neitt fyrir neinum þegar þeir stigu út á völlinn í kvöld gegn Tottenham.

Kjúklingarnir voru gagnrýndir nokkuð harkalega eftir tap United gegn Besiktas í Meistaradeildinni en Ferguson ákvað samt að halda tryggð við strákana í kvöld.

Sú áhætta borgaði sig því strákarnir svöruðu svo sannarlega fyrir sig á vellinum í kvöld.

„Þetta var góð frammistaða hjá liðinu og sérstaklega eftir leikinn í síðustu viku. Við komum til baka og allir ungu strákarnir stóðu sig vel," sagði Gibson eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum ekki að stíga út á völlinn til þess að sanna okkur. Við þurfum þess ekki. Stundum eiga menn bara slæman dag og stundum góðan eins og í kvöld."

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var eðlilega kátur og hann hrósaði Gibson og hinum strákunum.

„Gibson stóð sig vel. Mér fannst seinna markið sérstaklega flott. Hreyfingin á mönnum án bolta og afgreiðslan stórkostleg," sagði Ferguson.

„Gibson og Anderson voru góðir saman á miðjunni. Nú erum við aðeins tveim leikjum frá Wembley sem er hið besta mál. Við munum njóta þess að spila í undanúrslitunum og það með þessu liði."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×