Enski boltinn

Torres: Er ekki að hugsa um að snúa aftur til Spánar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic photos/AFP

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur ítrekað að hann sé ánægður á Anfield og sé ekkert að hugsa um að snúa aftur til Spánar en sögusagnir komumst á kreik í sumar um að hann væri farinn að hugsa sig til hreyfings.

Torres hefur aðeins verið eins og skugginn af sjálfum sér framan af tímabili en hann er sannfærður um að hann geti komist aftur í sitt besta form með Liverpool.

„Ég hugsa ekkert um að snúa aftur til Spánar. Ég á enn fjögur ár eftir af samningi mínum við Liverpool og er mjög ánægður hjá félaginu. Ég veit ekkert hvernig staðan verður eftir tíu ár en eins og er þá er ég mjög ánægður á Englandi.

Núna þarf ég bara að einbeita mér að því sem ég er að gera núna og spila vel fyrir Liverpool," segir Torres í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×