Enski boltinn

Given fer hvergi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, stjóri Newcastle.
Joe Kinnear, stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, segir að það sé ljóst að Shay Given sé ekki á leið frá félaginu.

Lögfræðingur Given sagði í yfirlýsingu sem birtist í dag að Given væri óánægður með stöðu félagsins bæði innan vallar sem utan og að hann væri að íhuga alvarlega framtíð sína hjá félaginu eftir ellefu veru hjá Newcastle.

„Hann er okkar leikmaður og verður það áfram. Svo einfalt er það," sagði Kinnear. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann (lögfræðingurinn) sagði eða hvernig það er túlkað. En það sem ég vil að komi fram er að Shay er samningsbundinn okkur til 2011."

„Við höfum engan áhuga á að selja hann. Ég vil ítreka það og mun líklega ekki tjá mig um þetta mál aftur."

„Hann er mikilvægur hluti í okkar liði og langbesti markvörður deildarinnar," bætti Kinnear við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×