Enski boltinn

Macheda hjá United til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Felipe Macheda í leik með Manchester United.
Felipe Macheda í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Ítalinn Federico Macheda hefur framlengt samning sinn við Manchester United til loka tímabilsins 2014.

Macheda sló í gegn á síðasta tímabili er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma í deildarleik gegn Aston Villa en það var hans fyrsti leikur með aðalliði United.

„Allir hjá félaginu gera sér grein fyrir hversu hæfileikaríkur hann er. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig á næstu árum," sagði Alex Ferguson, stjóri United, um hinn átján ára gamla Macheda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×