Enski boltinn

Kári meiddist er Plymouth tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason, til vinstri.
Kári Árnason, til vinstri. Mynd/E. Stefán
Kári Árnason fór meiddur af velli er lið hans, Plymouth, tapaði fyrir Nottingham Forest á heimavelli í dag, 1-0, í ensku B-deildinni.

Kári lék sem miðvörður en virtist meiðast á lærvöðva. Hann fór af velli á 35. mínútu leiksins en Forest skoraði mark sitt undir lok fyrri hálfleiks.

Plymouth er því enn í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir níu umferðir. Þetta var fyrsti sigur Forest á útivelli á tímabilinu en liðið er í sautjánda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×