Innlent

Sigurður Ólason hefur vikið úr stjórn Vélasölunnar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var einn stjórnarmanna Vélasölunnar - R. Sigmundssonar handtekinn í húsakynnum fyrirtækisins í gær, 8. júní, í tengslum við meint fíkniefnamáli og peningaþvætti. Rannsókn lögreglu beinist ekki á nokkurn hátt að fyrirtækinu heldur persónulegri starfsemi mannsins sem hafði, líkt og fleiri sjálfstætt starfandi einstaklingar, skrifstofu til afnota í húsi fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Umræddur stjórnarmaður heitir Sigurður Ólason.

Þá segir að forráðamenn og starfsfólk Vélasölunnar harmi að fyrritækið sé dregið inn í umræðu um fíkniefnasmygl og áréttar að umræddur stjórnarmaður hafi ekki haft afskipti af dagleum rekstri fyrirtækisins né aðgang að sjóðum þess.

„Vitað var að stjórnarmaðurinn hafði tekið út refsingu fyrir fíkniefnabrot. Hann hafði tekið upp nýjan og jákvæðan lífsstíl og til hans var borið fullt traust. Hann hefur nú vikið út stjórn Vélasölunnar.

Fyrirtækið leggur áherslu á að um er að ræða opinbert lögreglumál sem tengist á engan hátt starfsemi Vélasölunnar því mun fyrirtækið ekki tjá sig frekar um málavöxtu."




Tengdar fréttir

Þrír dæmdir dópsmyglarar handteknir í gær

Fíkniefnalögreglan handtók í gær þrjá þekkta dópsmyglara í tengslum við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hinir handteknu eru Sigurður Ólason, Rúnar Ben Maitsland og Ársæll Snorrason.

Tveir í gæsluvarðhald - fimm handteknir

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní næstkomandi, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×