Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni 20. apríl 2009 19:40 Árni Páll Árnason segir að aðildarviðræður við ESB séu brýnasta málið eftir kosningar. Mynd/ Anton Brink. Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum. Kosningar 2009 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir náttúruauðlindum Íslendinga. Líklegt er að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð muni reyna stjórnarmyndunarviðræður, en skoðanakannanir á fylgi benda til að myndun meirihluta þessa tveggja stjórnmálaflokka gæti orðið að veruleika eftir kosningar. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. En Katrín sagði að ef Íslendingar myndu sækja um í sambandinu ætti ekki að gera það í einhverjum asa heldur að vel yfirlögðu ráði. Illugi Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að flokkurinn væri á móti aðild og benti á ályktun landsfundar flokksins máli sínu til stuðnings. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn vildi sækja um aðild með ákveðnum skilyrðum, einkum þeim að tekið yrði tillit til sjónarmiða Íslendinga í sjávarútvegsmálum.
Kosningar 2009 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira