Little Boots slær í gegn á árinu 11. janúar 2009 06:00 Little Boots er talin líklegust til afreka á þessu ári. Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira